Sara Dögg Svanhildardóttir mun leiða lista Viðreisnar í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en tillaga uppstillinganefndar um lista Viðreisnar í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. var samþykkt á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn í Garðabæ býður fram til sveitarstjórnarkosninga og mikill áhugi var að starfa með listanum. Niðurstaðan er sterkur listi öflugra einstaklinga sem mun starfa að heilum hug fyrir íbúa Garðabæjar segir í fréttatilkynningu frá Viðreisn.
Það birtir til í Garðabæ
„Það birtir svo sannarlega til í Garðabænum. Viðreisn sækir fram með gríðarlega öflugt og framsækið fólk sem vill tryggja sanngjarnara samfélag í Garðabæ. Með frjálslyndið að leiðarljósi mun Viðreisn í Garðabæ leggja sterka áherslu á fjölskylduvænt, umhverfisvænt og fjölbreytt samfélag þar sem Garðbæingar, á öllum aldri fá notið sín. Í öllum hverfum sveitarfélagsins eigum við að tryggja góða leik- og grunnskóla, gott aðgengi að íþrótta- og tómstundastarf og almenningssamgöngur. Við munum líka leggja áherslu á 15 mínútna hverfaskipulag, þar sem mannlíf með atvinnutengdri þjónustu blómstrar,” segir Sara Dögg, nýr oddviti Viðreisnar í Garðabæ og núverandi bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá ákvað Viðreisn að slíta samstarfinu við Garðabæjarlistann.
Listi Viðreisnar í Garðabæ er eftirfarandi:
1. Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi
2. Guðlaugur Kristmundsson, markaðsstjóri
3. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull
4. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala
5. Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla
6. Arnar Hólm Einarsson, fræðslustjóri rafíþróttasambands Íslands
7. Ásta Leonhards, viðskiptafræðingur
8. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugvirki
9. Tinna Borg Arnfinnsdóttir, viðskiptafræðingur
10. Ólafur G. Skúlason, skurðhjúkrunarfræðingur
11. Tamar Lipka Þormarsdóttir, lögfræðingur
12. Svanur Þorvaldsson, ráðgjafi
13. Heiðrún Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
14. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður
15. Dagný Fjóla Ómarsdóttir, ferðamála- og alþjóðaviðskiptafræðingur
16. Jón Bjarni Steinsson, veitingamaður
17. Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir, lyfjafræðingur
18. Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi
19. Margrét Rósa Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur
20. Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður
21. Íris Sigtryggsdóttir, viðskiptafræðingur
22. Thomas Möller, verkfræðingur.