Samfélagsmiðlar, skjánotkun og sjálfsmyndin

Þriðjudaginn 26. október sl. fengu nemendur í 6. bekk Hofsstaðaskóla fræðslu frá Andreu Ýr Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi hjá Heilsulausnum.

Hún fræddi nemendur um samfélagsmiðla, skjánotkun og sjálfsmyndina. Markmið fræðslunnar var að stuðla að ábyrgri og öruggri netnotkun, finna leiðir til að styrkja sjálfsmyndina ásamt því að efla gagnrýna hugsun.

Andrea Ýr kom inn á ýmsa þætti sem börn geta tamið sér til að styrkja sjálfsmyndina m.a. að tala vel um sjálfan sig, finna styrkleika sína og vera jákvæður og maður sjálfur. Einnig talaði hún um að jákvæð sjálfsmynd gerir mann líklegri til að ná markmiðum sínum, að lifa heilbrigðu lífi, stunda áhugamál og vera félagslega virkur. Nemendur voru áhugasamir og virkir í samtali um þetta mikilvæga málefni.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og hvað Heilsulausnir bjóða upp á má finna hér: https://www.heilsulausnir.is/samflagsmilar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar