VEGGIR

Myndlistarsýningin VEGGIR var opnuð í Hörpu þann 12. nóvember sl. Búrfellsgjá er innblástur og yrkisefni Garðbæingsins Þuru, sem gengur gjarnan þennan farveg hrauns sem rann fyrir um 8.000 árum og skildi eftir sig breiðgötu með háum klettaveggjum á báðar hliðar.

Á sýningunni er að finna stór olíumálverk, sum hver tveggja metra há sem hugsuð eru í tíma, allt frá því að hraunið rann og til dagsins í dag þar sem fínlegur gróður, mosar og skófir leynast í syllum og sprungum veggjanna. Sýningin stendur til 28. nóvember. Opið alla daga frá kl. 10:00 – 18:00.

Búfellsgjá er innblástur Þuru (Þuríður Sigurðardóttir) á myndlistarsýningu hennar í Hörpu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar