Rannsaka Þarahrat í Hönnunarsafni Íslands

Þarahrat er rannsóknarverkefni Sólrúnar Arnarsdóttur og Ísafoldar Kristínar Halldórsdóttur sem þær vinna í Hönnunarsafni Íslands. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og úr Hvatningarsjóði fyrir unga hönnuði og listamenn í Garðabæ  en verkefnið felur í sér að rannsaka hratið sem fellur til í staðbundinni smáþörungaræktun Algalífs í Grindavík, en úr þörungunum er bætiefnið Astaxantín framleitt og hratið eini úrgangur framleiðslunnar. Markmið verkefnisins er að loka hringnum með því að þróa nýjar tegundir niðurbrjótanlegra efna sem nýtast í fjölbreyttum tilgangi og gætu orðið umhverfisvæn viðbót í úrval staðbundinna efna. Hönnunarsafn Íslands veitir þeim aðstöðu í opinni vinnusmiðju þar sem gestum og gangandi er velkomið að koma í heimsókn, en niðurstöður verkefnisins verða svo sýndar á viðburði í safninu í lok ágúst. 
 
Hægt er að fylgjast með á instagram síðu verkefnisins @tharahrata þar sem þær deila fróðleik og framþróun rannsókna.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar