Íslandsmótið í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Odd. Mótið hefst í dag og lýkur á sunnudaginn, 13. ágúst nk. Þetta er 82. skiptið sem Íslandsmót í golfi er haldið í karlaflokki. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn árið 1942. Tuttugu og fimm árum síðar var farið að keppa um Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki og er þetta mót því það 57. í röðinni.
150 keppendur mun keppa um Íslandsmeistartitilinn í golfi, í kvenna og karlaflokki. Búast má við töluverðum fjölda áhorfenda sem munu vilja sjá okkar bestu kylfinga spila golf við frábærar aðstæður.
Metþátttaka í kvennaflokki
Metfjöldi er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2023 eða 48 keppendur alls.
Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eða 31%
Frá árinu 2001 hefur meðalfjöldi keppenda í kvennaflokki verið 26 eða 18% af heildarfjölda keppenda. Keppendafjöldinn í kvennaflokki í ár er 55% yfir meðaltali síðustu ára.
Mótið í ár er því eitt það allra sterkasta þar sem flestir af forgjafarlægstu kylfingum landsins í kvennaflokki eru á meðal keppenda.
500 þúsund í verðlaunafé
Það er að miklu að keppa fyrir atvinnukylfingana þar sem að verðlaunaféð fyrir Íslandsmeistaratitil hjá atvinnukylfingum er 500 þúsund kr.
Búið að útbúa ný bílastæði
Þar sem fjöldi bílastæða er takmarkaður á golfvallarsvæðinu hafa verið útbúin bílastæði fyrir áhorfendur við hlið innkeyrslu á svæðið. Þá er einnig valkostur að leggja við Urriðaholtsskóla eða við Kauptún en þaðan er tíu mínútna ganga inn á mótssvæðið.
Til að spara óþarfa akstur eru gestir hvattir til að kynna sér meðfylgjandi kort sem sýnir staðsetningu bílastæða.
Íslandsmótið í golfi 2023. Mynd: golf.is