Öll tilboðin í byggingu dælustöðvar langt yfir kostnaðaráætlun

Á síðasta fundi bæjarráð voru opnun tilboð í byggingu dælustöðvar vatnsveitu í Vetrarmýri.

Kostnaðaráætlun bæjarins hlljóðaði upp tæpar 80 milljónir en þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll tugum prósenta yfir kostnaðaráætlunina.

Tilboðin voru eftirfarandi:

Langeldur ehf. kr. 109.747.000

Fortis ehf. kr. 111.809.316

Stéttafélagið ehf. kr. 103.878.870

Kostnaðaráætlun kr. 77.797.950

Bæjarráð ákvað að vísa tilboðunum á þessu stigi til nánari yfirferðar hjá tækni og umhverfissviði Garðabæjar.

Mynd: Sorpdælustöð við Arnarvog

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar