Bleikja eða lax með pecanhnetusalsa, brenndri soyasmjörsósu og sætkartöflumús – Uppskrift vikunnar

Uppskrift vikunnar er í boði sérvöruverslunarinnar Me&MU á Garðatorgi, en í versluninni er hægt að fá margar sérvaldar og spennandi matvörur beint úr héraði, bæði hérlendis og erlendis frá. Þetta eru allt vörur frá smáframleiðendum sem leggja áherslu á gæði í hráefni og að baki þessari framleiðslu liggur jafnan handverk.

Langflestar matvörurnar sem eru í uppskriftunum frá Me&Mu fást í versluninni á Garðatorgi 1.

Eigendur Me&Mu eru þær Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir. Að þessu sinni bjóða þær upp á Bleikju eða lax með pecanhnetusalsa, brenndri soyasmjörsósu og sætkartöflumús.

Hráefni

  • Sirka  800 g bleikja / lax
  • salt og pipar
  • 3-4 msk pecanhnetur, saxaðar meðalgróft
  • 2-3 msk sítrónusafi og rifið hýði af 1/2 sítrónu
  • 1 msk olífuolía
  • fersk kóríander eða steinselja, söxuð

Ofninn hitaður í 200 gráður. Bleikjuflökin / laxaflökin eru lögð í eldfast mót. Krydduð með salti og pipar. Því næst er blandað saman í skál: pecanhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju eða kóríander og ólífuolíu. Blöndunni er dreift yfir fiskinn. Bakað í miðjum ofni við 200 gráður í ca 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Einnig hægt að steikja á pönnu. Gætið þess að ofelda hann ekki.

Sojasmjörsósa

  • 150 g smjör
  • 2 skarlottulaukur
  • 1 hvítlauksrif, saxað fínt
  • 1 tsk rautt chili, fræhreinsað og saxað fínt
  • 4-5 msk sojasósa / tamarinsósa
  • 2 msk steinselja, söxuð smátt

Smjör brætt í potti og látið krauma fremur vægt í ca 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt (þetta kallast brúnað smjör). Froðan veidd af smjörinu. Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram.

Sætkartöflumús

2 sæt­ar kart­öfl­ur (frekar stórar)
150 g hreinn rjóma­ost­ur
1 tsk. smjör
Sjáv­ar­salt eft­ir smekk Sjóðið kartöflurnar þar til fullsoðnar –  

Skafið inn­an úr kart­öfl­un­um þegar þær eru til­bún­ar.
Hrærið rjóma­ost­in­um, smjör­inu og salt­inu sam­an við. 

Þá er mús­in til­bú­in. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar