Ókeypis tónlistarnæring

Fimmtudaginn 26. maí, á uppstigningardag, klukkan 12:15 er komið að lokatónleikum Tónlistarnæringar, hádegistónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar þetta misserið. Það er heiðursviðurkenningarhafi Garðabæjar Jósef Ognibene hornleikari sem leikur verk eftir Mozart og Haydn en með honum leika þau Júlína Elín Kjartansdóttir á fiðlu, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu og víólu, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson á selló.

Á efnisskránni er Kvintett KV 407 eftir Mozart, Rómansa eftir Michael Haydn og Finale úr hornkonsert KV 447 eftir Mozart.

Að venju er aðgangur ókeypis en það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem kostar tónleikaröðina sem haldin er í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar