Þetta er að smella í Kópavogi

Allt bendir til að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði endunýjað í vikunni, en formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi ganga vel að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við fjölmiðla, sem býst við að viðræðum ljúki á næstu dögum.

Ásdís hafði gefið það út, áður en formlegar viðræður flokkanna fóru af stað fyrir helgi, að Sjálfstæðisflokkurinn færi fram á að fá bæjarstjórastólinn enda stærsti flokkurinn í Kópavogi og svo virðist sem Framsóknar-flokkurinn hafi samþykkt það í einhverri mynd fyrst viðræður fóru af stað. Síðastliðin helgi var nýtt vel til að fara yfir málefnin og stærstu verkefnin fyrir næsta kjörtímabil. Vinna við nýjan málefnasamning er í fullum gangi og er stefnt á að hann verði kláraður í vikunni og þá verði tilkynnt um meirihlutsamstarfið og jafnframt tilkynnt að Ásdís Kristjánsdóttir verði ráðin nýr bæjarstjóri Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar