Lokasýning nemenda á Myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ 

Verið hjartanlega velkomin á samsýningu nemenda í lokahóp myndlistarbrautar FG föstudaginn 14. til þriðjudagsins 18. maí í húsakynnum skólans, Skólabraut 6, 210 Garðabæ. Upplýsingaspjald er um hvar einstök verk eru í anddyri skólans.

Sýningin verður opin kl. 8.10 – 16:00 en lokað um helgina. Aðgangur er ókeypis á sýninguna. 

Sýningin er afrakstur vinnu 12 nemenda í lokaáfanga á Myndlistarsviði listnámsbrautar. Viðfangsefni þeirra eru ólík og hefur hver og einn þróað eigin aðferðir og efnistök.

Nemendur sem eiga verk á sýningunni: 
Aron Daði Jakobsson Rögnuson
Birta Dögg Snorradóttir 
Dagbjört Anna Arnarsdóttir
Dagný Birta Dan Ólafsdóttir
Friðbjörg H Alexandersdóttir
Hrafnhildur Þór Árnadóttir
Inga Rún Svansdóttir 
Jón Hákon Þórsson
Jónína Arndís Guðjónsdóttir
Ragnheiður Sól Haraldsdóttir
Sólrún Dís Valdimarsdóttir
Tinna Rúnarsdóttir

Athugið að aðgangur að verki  Dagbjartar Önnu Arnarsdóttur í stofu F110 á fyrstu hæð  er takmarkaður:
föstudaginn 14.maí verður opinn aðgangur að verki hennar kl. 8.10-10.30 og aftur kl. 14.30-16.00
mánudaginn 17.maí verður síðan opið kl. 10.30-13.10 og aftur kl. 14.30-16.00
þriðjudaginn 18.maí verður opið kl. 12.35-16.00

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar