Tónlistarkonan og Garðbæingurinn Sigga Ózk gefur út sína fyrstu plötu
Platan „ný ást“ eftir tónlistarkonuna og Garðbæinginn Siggu Ózk er nýjasta og mögulega allra heitasta platan á íslenska markaðnum í dag. Á plötunni eru fjölbreytt lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina, bæði gamlar ástir og nýjar. Ef lesið er á milli línanna í textunum heyrir maður að hvert lag á sér sinn part í ástarsögunni sem Sigga Ózk segir á þessari plötu.
Sigga Ózk er 22 ára gömul og gaf hún út plötuna á afmælisdeginum sínum 15. apríl sl. Plötuna vann hún í samstarfi við föður sinn, Hrafnkel Pálmarsson (Kela), í bílskúrnum heima þar sem hún samdi og skrifaði öll lögin og svo unnu þau saman að hljóðheiminum og undirspili.
Sigga Ózk ætlar sér stóra hluti í tónlistinni í framtíðinni og mun ekki að láta neitt stöðva sig, eins og fyrsta lagið hennar, Ég Veit Hvað Ég Vil, fjallar um sem hún gaf út aðeins 19 ára gömul. Sigga Ózk er mikill karakter með sterkar skoðanir og lítur björtum augum á framtíðina í tónlistarbransanum.
Hlusta á Spotify: https://open.spotify.com/