Blondie opnar á Garðatorgi

Ný og glæsileg hársnyrtistofa opnar í miðbæ Garðabæjara

Hársnyrtistofan Blondie var opnuð á Garðatorgi 4 í apríl, en Blondie opnaði sína fyrstu hársnyrtistofu árið 2016.

Blondie á Garðatorgi 4 er fjórða stofan sem opnar undir merkjum Blondie, en tvær stofur eru í Síðumúla, þriðja stofan er á Skólavörðustíg. Harpa Ómars er stofnandi Blondie hársnyrtistofu ásamt því að eiga og reka Hárakademíuna. Meðeigendur hennar að Blondie Garðatorgi eru samstarfskona Hörpu til fjölda ára, Aldís Eva Ágústsdóttir og eiginmaður hennar Brynjar Gauti Guðjónsson, sem er knattspyrnuunenndum að góðu kunnur, en hann er leikmaður Stjörnunnar í fótbolta.

Höfum sterkar tengingar í Garðabæ

En hvers vegna Garðabær þegar kom að því að opna fjórðu hársnyrtistofuna undir merkjum Blondie? ,,Ég og Aldís Eva höfum báðar haft stóran hóp viðskiptavina úr Garðabæ til fjölda ára. Einnig hefur Brynjar Gauti, eiginmaður Aldísar, leikið knattspyrnu með Stjörnunni undanfarin 7 ár þannig að við höfðum sterkar tengingar í Garðabæinn. Þegar við fórum að huga að fjórðu Blondie þá kom ekkert annað til greina en að sameina krafta okkar og þegar við fréttum af mögulegu húsnæði á Garðatorgi þá stukkum við á það,” segir Harpa.

Freyðivíns fimmtudagar

Hvernig verður fyrirkomulagið á Garðatorgi og hvað bjóðið þið upp á? ,,Blondie er keðja sem samanstendur af framúrskarandi hársnyrtum með þekkingu á nýjustu straumum í faginu og þar sem mikið er lagt uppúr frábærri þjónustu. Reglu-lega eru haldin „education“ kvöld fyrir starfsfólkið okkar þar sem þau fá kennslu á hinum ýmsu sviðum hvort sem það er í faginu eða öðru sem gerir það að öflugra fagfólki. Við vinnum með gæða hárvörur frá vörumerkjunum Label.m, Davines og HH Simonsen sem við fáum frá Bpro heildverslun. Opið verður alla virka daga frá 9.00-18.00 og á laugardögum frá 10.00-14.00. Jafnframt erum við með hugmyndir að fullt af skemmtilegum uppákomum eins og mögulega freyðivíns fimmtudaga.

Fólk lært að meta hársnyrtistofur

Og það er í raun ágætis tími til að opna nýja stofu núna þ.e.a.s. starfsemin gengur ágætlega miðað við núver-andi sóttvarnarreglur? ,,Þessi covid tími hefur verið allskonar en okkar þjónusta hefur líklega aldrei verið jafn mikið í umræðunni og sl. ár. Fólk hefur jafn-framt líklega lært að meta hársnyrtistofur alveg upp á nýtt í kjölfar lokana seinasta árs. Eins og allir bíðum við spennt eftir því að þessum faraldri ljúki svo við getum losað okkur við grímurnar og farið að sjá í and-
lit viðskiptavina okkar aftur.”

Þú opnaðir þína fyrstu Blondie fyrir fimm árum síðan og ert nýbúin að opna tvær nýjar stofur á næstu m.a. á Garðatorgi, þannig að stofurnar eru orðnar fjórar undir merkjum Blondie. Töluverður kraftur í þér og greinilegt að Blondie hefur verið vel tekið? ,,Stækkun Blondie hefur haldist í hendur við þann stóra hóp fagfólks sem lokið hefur námi í Hárakademíunni. Við höfum tekið hluta nemendahópsins á nemasamning hjá okkur og hef ég verið svo heppinn að þau hafa viljað halda áfram samstarfinu þegar þau hafa útskrifast.”

„Möllett“ og permanent að koma svolítið sterkt inn hjá strákunum

Eru svo ekki alltaf einhverjir tískustraumar í þessu fagi. Hvað er vinsælast núna hjá dömum og herrum? ,,Hjá herrunum hefur hárið aðeins verið að síkka. Einnig hefur „möllett“ og permanent verið að koma svolítið sterkt inn. Þá er skin fade-ið líka alltaf vinsælt. Hjá dömunum er engin ein sídd vinsælli en önnur en mikið „texture“ í klippingu. Litir eru náttúrulegir en jafnt með hlýjum sem köldum tónum. Mest áberandi litatækni er svokallað „moneypiece“.

Og þú ert ánægð að vera búin að opna á Garðatorgi? ,,Já, við erum gríðarlega spennt fyrir því að vera búin að opna glæsilega hársnyrtistofu í hjarta Garðabæjar og það er gaman að verða orðin hluti af samfélaginu,“ segir Harpa brosandi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar