NOW Eldslóðin er utanvegahlaup Garðbæinga!

NOW Eldslóðin er utanvegahlaup Garðbæinga, sem fer fram 4. september nk. Hlaupið er skipulagt og framkvæmt í samvinnu við Stjörnuna, en það er kvennalið körfuknattleiksdeildar Stjörnurnar sem aðstoðar við framkvæmd mótanna og er það liður í fjáröflun liðsins. 

Hlaupið er frá Vífilsstaðavatni, meðfram Vífilsstaðavatni, inn að Búrfellsgjá og þar upp að Helgafelli og aftur tilbaka. Keppnisbrautin er hugsuð þannig að brautin sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Eins og í öllum hinum Víkingamótunum, verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. EIns og áður segir fer hlaupið fram laugardaginn 4. september. Skráning og frekari upplýsingar eru á www.vikingamot.is 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins