Nauta T-bone á grillið

Sumarið er handan við hornið og bæjarbúar eru búnir að draga gasgrillið út á pallinn, í það minnsta búnir að taka ábreiðuna af

Í tilefni af sumardeginum fyrsta 22. apríl nk. og að sumarið sé að ganga í garð fékk Garðapósturinn og Kópavogspósturinn Jón Örn Stefánsson hjá Kjötkompaní til að mæla með einhverju á girnilegu á grillið enda bæjarbúar búnir að skella gasgrillinu á pallinn, í það minnsta taka ábreiðuna af ef það hefur verið utandyra í vetur. Jón, sem ætlar að vera reglulega með grilluppskriftir í Garðapóstinum í sumar og gefa bæjarbúum ýmis ,,grilltips” ákvað að skella nettri Nauta T-Bone steik á grillið.

Nauta T-bone steik fyrir tvo, 700-900 gr

Nauta T-bone steik/vöðvinn
Þessi steik á myndinni er pass-leg fyrir tvo þar sem þyngd er yfirleitt um 700-900 grömm og best ef hún er ca 3-4 cm þykk. Steikin samanstendur af tveim vöðvum sem eru lund og file. Það er mjög mikilvægt að þessi steik sé búin að fá að hanga í um 30 daga + og sé vel fitusprengd. Lundamegin er stykkið með fínum vöðvaþráðum og meyrt en file helmingurinn er með aðeins grófari vöðva-þráðum og mikilvægt að hafa fitumarmara í kjötinu.

Eldun: Hitið grillið mjög vel og lokið steikinn á miklum hita í ca 2-3 mínútur á hvorri hlið. Lækkið hitann í lo og klárið eldun ca 5-6 mínútur á hvorri hlið eða í 52 gráður í kjarna. Látið standa í ca 5 mínútur uppá rönd þannig að beinið vísi niður.

Meðlæti: Kryddsmjör Aðferð:
Smjör 300 gr
Steinselja fersk söxuð 10 gr Graslaukur ferskur saxaður 10 gr Hvítlauksolía 20 gr
Hunang 10 gr
Karrý 1/2 tsk
Salt 5 gr

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar