Mynda rýnihóp varðandi þjónustu við fatlað fólk

Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Framskóknarflokksins hafa lagt það til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra í samráði við fjölskyldusvið Garðabæjar og samráðshóp um málefni fatlaða fólks að leita til ráðgjafa um mótun tillögu að útfærslu og tímasetningu á rýnihópum notenda og aðstandenda um helstu þætti þjónustu Garðabæjar við fatlað fólk með það að markmiði að öðlast dýpri skilning á þörf þjónustuþega og kanna væntingar fólks til þjónustunnar. Með vinnu rýnihópanna verði leitast til að fá fram góðan og áreiðanlegan grunn til að vinna með til að bæta þjónustu við fatlað fólk í Garðabæ.”

Gunnar Valur flytur tillögunni ásamt Brynju Dan.

Þau leggja áherslu á að fundir rýnihópanna verði haldnir hið fyrsta og að samantekt úr vinnu hópanna liggi fyrir til kynningar í bæjarráði eigi síðar en tveimur vikum eftir að framkvæmd lýkur.

Greinargerð með tillögunni: ,,Þjónusta við fatlað fólk í Garðabæ hefur vaxið umtalsvert undanfarin ár. Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup sem framkvæmd var í lok árs 2021 og í byrjun árs 2022 gefa til kynna að mörg tækifæri séu til úrbóta í málaflokknum.

Með því að leitast við að dýpka skilning á þörf þjónustuþega og kanna væntingar notenda til þjónustunnar verður hægara umvik að efla enn frekar þjónustu við fatlað fólk í bænum. Til þess að það markmið náist er mikilvægt að tryggja rödd notenda og aðstandenda inn í vinnuna með þátttöku þeirra í vinnu rýnihópa.

Niðurstöður úr vinnu rýnihópanna verða síðan notaðar til að þróa áfram þjónustu við fatlað fólk í Garðabæ með það að markmiði að efla þjónustuna og bæta uplifun notenda.”

Bæjarstjórn samþykkti framkomna tillögu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar