Það eiga allir sitt uppáhald á Lemon

Veitingastaðurinn Lemon hefur opnað nýjan stað í Hagkaup í Garðabæ. Lemon er skyndibitastaður sem að sérhæfir sig í hollum samlokum og ferskum djúsum. Staðurinn hefur hlotið mikilla vinsælda og eru staðirnir nú átta talsins, sex staðir á höfuðborgarsvæðinu og tveir á Norðurlandi.

Unnur Guðríður Indriðadóttir er markaðsstjóri Lemon og Garðapósturinn spurði hana hvort Lemon hafi lengi verið með augun á Garðabæ? ,,Við höfum lengi verið með augun á Garðabær, enda fengið tölu-verðar fyrirspurnir frá Garðbæingum um opnun Lemon í Garðabæ. Í Hagkaup í Garðabæ kemur mikið af fólki og við teljum að viðskiptavinir eigi eftir að fagna því að geta gripið með sér hollar og bragðgóðar samlokur og sólskin í glasi í verkefni dagsins.”

Stemmning við opnun Lemon í Hagkaup. F.v. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon, Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir markaðs- og upplifunar stjóri Hagkaups

Þetta er áttundi Lemon staðurinn sem þið opnið hérlendis, en fyrir hvað stendur Lemon? ,,Já, Lemon staðirnir eru nú orðnir átta, það eru sex staðir á höfuðborgarsvæðinu, Hagkaup í Garðabæ, Hjallahrauni í Hafnarfirði, Suðurlandsbraut, Salalaug, Olís í Gullinbrú og Norðlingaholti og tveir staðir eru fyrir norðan, á Akureyri og Húsavík,” segir hún og heldur áfram: ,,Lemon býður upp á ferskan og safaríkan mat matreiddan á staðnum úr besta mögulega hráefni hverju sinni. Það er mantran okkar hjá Lemon og við víkjum aldrei frá henni. Þetta er staður fyrir þá sem eru að huga að heilsunni og vilja holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa.”

Eru viðskiptavinir Lemon mjög íhaldssamir þegar kemur að samlokum og djúsum og panta ávallt það sama þrátt fyrir að úrvalið sé fjölbreytt? ,,Það eiga allir sér sitt uppáhald á Lemon og margir hverjir því mjög íhaldssamir þegar kemur að samlokum og djúsum á Lemon og fá sér alltaf það sama. En margar hafa nýtt sér kombó mánaðarins til að prófa eitthvað nýtt hjá okkur. Lofa þér að þeir sem prófa nýtt kombó kolfalla fyrir því og lenda í vandræðum með hvað á að fá sér næst þegar þeir koma því allt er svo gott,” segir hún brosandi.

Drengirnir ánægðir með djúsa frá Lemon

Hvað hefur verið vinsælasta combó-ið (samloka og djús) hjá ykkur frá upphafi? ,,Á Lemon er mjög vinsælt að fá sér samloku og djús, svokallað kombó. Vinsælasta kombóið frá opnun Lemon er Spicy chicken og Nice Guy. Það er eitthvað við sterka bragðið af kjúklingnum í bland við sæta jarðarberjarbragðið af djúsnum sem gerir þetta kombó að neglu.”

Komið þið reglulega með nýjar tegundir af samlokum og djúsum? ,,Já, það gerum við. Við komum alltaf með í sölu jólasamlokur og jóladjúsa um miðjan nóvember. Margir viðskiptavinir okkar bíða spenntir ár hvert eftir þeim. Samlokurnar eru tvær, önnur þeirra er með hamborgarahrygg og hin er með kalkúnabringu og þær eru báðar dásamlega góðar. Jóladjúsarnir eru þrír og eru hver öðrum betri. Við vorum að prófa okkur áfram með djús með jólaköku þannig að hver veit hvað verður í ár. Ef þú vilt vita hvernig jólin smakk-ast þegar mæli ég með að þú smakkir jólakombó á Lemon.

Við höfum einnig unnið með frábæru fólki í vöruþróun. Unnum sem dæmi með ITS macros að frábærri samloku, Spicy macros. Holla og góða próteinsjeika með Telmu Matthíasdóttur og nokkra djúsa með Gurrý þjálfara. Núna í sumar var sérstök sumarsamloka unnin í samvinnu við Sjöfn Þórðardóttur.”

En hvert er uppáhalds combó þitt? ,,Í dag er uppáhaldskombóið mitt Lotta Love og Spicy Macros – ég fæ bara ekki leið á því. En ég tek svona kombótímabil – síðast var ég með æði fyrir Spicy Tuna og Mr. Pink,” segir Unnur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar