Miklir yfirburðir hjá Íslandsmeisturunum í 2. flokki karla

Sameiginlegt lið Stjörnunnar/KFG/Álftaness í 2. flokki karla tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn sl. mánudagskvöld eftir góðan 2-0 sigur á HK/Ýmir á Samsungvellinum. Það var Dagur Orri Garðarsson og Kjartan Már Kjartansson, sem skoruðu mörk Stjörnunnar, en hin efnilegi Kjartan hefur tekið þátt í 14 leikjum með meistaraflokki karla í sumar. Stjarnan tryggði sér með þessu sæti í Evrópukeppni Unglingaliða á næsta ári.

Drengirnir í Stjörnunni/KFG/Álftanesi hafa farið á kostum í sumar og Íslandsmeistaratitillinn er í húsi þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir að deildarkeppninni, en síðasti leikur liðsins er þriðjudaginn 3. október er Stjarnan/KFG/Álftaness mætir Fjölni/Vængjum á Fjölnisvelli kl. 20.

Leikurinn á mánudaginn á móti HK/Ými var í raun hálfgerður úrslitaleikur í deildinni því HK/Ýmir voru í 2. sæti þegar leikurinn fór fram,

Þetta er frábær árangur hjá strákunum og sýnir um leið hversu marga unga og efnilega leikmenn Stjarnan á því nokkrir þeirra, sem er enn gjaldgengnir í 2. flokk, spila stórt hlutverk í meistaraflokki karla og hafa þar af leiðandi ekki leikið neinn eða fáa leiki með 2. flokki.

Þeir sem eru með aldur til en hafa ekki leikið með 2. flokki í sumar eru m.a. Eggert Aron Guðmundsson (fæddur 2005), sem skoraði 2 mörk á móti FH í Bestu deildinni sl. sunnudag, Adólf Daði Birgisson (fæddur 2004), Guðmundur Baldvin Nökkvason (fæddur 2005) og Sigurbergur Áki Jörundsson (fæddur 2004), sem fór á lán til HK í ágúst, en hafði leikið 8 leiki í sumar með meistaraflokki áður en hann fór í HK.

Þá lék Helgi Fróði Ingason (fæddur 2005) aðeins 4 leiki með 2. flokki, Róbert Frosti Þorkelsson (fæddur 2005) lék 1 leik með 2. flokki og Kjartan Már Kjartansson (fæddur 2006) lék 6 leiki með 2. flokki og hann er eins og er markahæstur þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 6 leiki. Þá eru margir aðrir gríðarlega efnilegir drengir í 2. flokki og tveir þeir yngstu eru Tómas Óla Kristjánsson og Gunnar Orra Olsen, sem eru fæddir 2008.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar