Flott stemmning í Krambúðinni Urriðaholti

Það var góð stemmning í Krambúðinni í Urriðaholti í þar síðustu viku þegar verslunin var opnuð, en mörg spennandi opnunartilboð voru í boði sem viðskiptavinir nýttu sér vel.

Þá tók Íris Dögg formaður Hjálparsveit skáta í Garðabæ við flottum 200.000 kr. styrk frá Krambúðinni í Urriðaholti.

Vikutilboð og nýbakað bakkelsi

,,Ég vil byrja á því að þakka öllum sem komu við þegar við opnuðum verslunina, “ segir Andrea Sif Þorvaldsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Krambúðanna ,,Og þið sem þekkið ekki Krambúðina þá bjóðum við upp á nýbakað bakkelsi, tvennutilboð með kaffi eða safa, fljótlega rétti, vikutilboð, og eitthvað sem hægt er að grípa með sér í amstri dagsins,“ segir hún brosandi.

Rímar vel við sjálfbærnisstefnu Urriðaholts  

,,Verslunin verður græn sem þýðir m.a. að allir kælar verða lokaðir og notast við umhverfisvæna kælimiðla. Þá verður LED lýsing í allri búðinni, allt sorp flokkað og stafrænir verðmiðar notaðir. Allt er þetta gert til þess að draga úr kolefnisspori verslunarinnar sem rímar vel við sjálfbærnistefnu Urriðaholts þar sem unnið er með sjálfbæra þróun, fjölbreytileika, virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi,“ segir Andrea Sif. 

Forsíðumynd: Íris Dögg Formaður Hjálparsveit skáta í Garðabæ tók á móti 200.000 kr. styrk frá Krambúðinni í Garðabæ, en með Írisi á myndinni er Haukur Benediktsson rekstrarstjóri Krambúða, Gunnur Líf framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar