Fjölskyldusmiðja í Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 1. október kl. 13 mun grafíski hönnuðurinn Una Magnúsdóttir leiða smiðju fyrir alla fjölskylduna í notalegu umhverfi Hönnunarsafnsins. Una  mun fá gesti til að sjá að hvað sem er getur orðið að bók í huga hönnuðar, innkaupalistar, stærðfræðiformúlur, ljósmyndir og teikningar yfir í heila ævintýraheima. Fjölskyldur og vinir geta saman hannað bók, ekkert er ómögulegt í þessari smiðju! Þátttaka er ókeypis og vissara að mæta kl. 13 til að fá sæti en margt hefur verið um manninn á síðustu smiðjum í safninu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar