Mikil gleði í opnunarteiti Lovísu

Það eru stór tímamót hjá gullsmiðnum og Garðbæingnum Lovísu Halldórsdóttur Olesen, en í þar síðustu viku flutti hún verkstæði sitt í Vinastræti 16 í Urriðaholti auk þess sem hún opnaði glæsilega skartgripaverslun í sama húsnæði við það tækifæri.

Lovísa hefur hannað skartgripi undir eigin merki, by lovisa skartgripir undanfarin fjögur ár. Hún hefur starfað sem gull-smiður undanfarin 14 ár, rekið verkstæði og litla verslun á Garðaflöt 25 frá 2018 auk þess sem vefverslun er að sjálfsögðu einnig starfrækt meðfram á bylovisa.is.

Gleði! Lovsía ásamt Þorsteini Jónssyni eiginmanni sínum og Halldóri, föður hennar.

Voru þetta því stór tímamót í þessu ferðalagi. ,,Flutningurinn kom til vegna vaxtaverkja í rauninni, eins gott, skemmtilegt og persónulegt það hefur verið að reka verkstæðið og verslunina að heiman frá Garðaflötinni var þetta orðið of lítið fyrir mig, sem eru mjög jákvæðir vaxtarverkir. Ekki bara vegna aukinnar umferðar til mín, heldur líka til frábæru endursöluaðilanna minna sem eru staðsettir um allt land. Það kom svo varla annað til greina en að halda fyrirtækinu innan Garða-bæjar og tók það sinn tíma að finna staðsetningu sem ég féll fyrir, en það gerðist þegar ég labbaði inn í Vinastrætið í Urriðaholtinu, mér á eftir að líða vel þar og vonandi viðskiptavinum líka sem koma þangað,” segir Lovísa.

Mikil gleði ríkti í Urriðaholtinu í opnunarteiti sem haldið var 17. nóvember þar sem öllum var boðið að koma, skoða nýju verslunina og skála við gullsmiðinn.

By Lovisa
By Lovisa
By Lovisa
By Lovisa
By Lovisa
By Lovisa
By Lovisa
By Lovisa

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar