Menntadagur í Garðabæ

Í dag, föstudaginn 22. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. Þar gefst kennurum kostur á að velja úr og hlýða á fjölbreytt erindi í málstofum. 

Í dag, föstudaginn 22. október er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. Þar gefst kennurum kostur á að velja úr og hlýða á fjölbreytt erindi í málstofum. Menntadagurinn hefst í íþróttamiðstöðinni Ásgarði og flyst svo yfir í Flataskóla og Garðaskóla.  Á menntadeginum verða þróunarsjóðssíður á vef Garðabæjar opnaðar með formlegum hætti. 

Mörg áhugaverð erindi eru á dagskrá þar sem fjallað verður um verkefni sem hlotið hafa styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ undanfarin ár.

Framþróun og öflugt innra starf leik- og grunnskóla

Markmið þróunarsjóða leik- og grunnskóla í Garðabæ er að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar og aðrir fagaðilar sem starfa við grunnskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu sem og fræðslu- og menningarsvið bæjarins í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í þróunarsjóðina. Úthlutun úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla er einu sinni á ári og fjölbreytt verkefni hafa fengið styrki úr sjóðunum á liðnum árum eða allt frá árinu 2017 þegar sjóðirnir voru stofnaðir.

Þróunarsjóðsverkefni á vef Garðabæjar

Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla. Á hverju skólastigi er textaleit úr stuttri lýsingu um verkefnin, þar er hægt að setja inn heiti skóla o.fl. og einnig eru þar fellivalsgluggar þar sem hægt er að velja áhersluþætti og námsgreinar sem tengjast verkefnunum.

Áfram verður unnið að því að þróa þessa birtingu þróunarsjóðsverkefna á vefnum og fleiri verkefni sett inn á síðurnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins