Úrvalsstemmning!

Félag eldri borgara í Kópavogi ásamt Úrval Útsýn héldu skemmtilegt kynningarkvöld í Gullsmára, sem var í anda gömlu Úrval Útsýnarkvöldanna sem voru svo vinsæl á árum áður.

Það var engu tilsparað. Heiðar Jónsson var ræðumaður kvöldsins og kynnti nokkrar spennandi ferðir, sem Úrval Útsýn bjóða upp á í 60+ vildarklúbbnum, en farastjórarnir í þessum ferðum eru m.a. Lóló og Unnur sem allir þekkja. Heiðar veitti einnig innsýn í ferð sem hann fór með flottum hópi eldri borgara til Alicante í byrjun september.

Eftir kynningur Heiðars tók Garðar Guðmundsson lagið, betur þekktur sem Garðar og Pónik, Garðar og Gosar, Garðar og Tónar o.s.frv. Diskótekið Dísa var einnig á staðnum undir stjórn Magnúsar Magnússonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu. Maggi lék nokkra létta tóna ásamt því að spila fyrir dansi í lokin.

Forsíðumynd: Garðar var í miklu stuði eins og aðrir gestir

Mætingin var góð í Gullsmára

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar