Komdu í búningaleik á Bókasafni Kópavogs

Búningar úr sýningu Þykjó sem haldin var fyrr á þessu ári á aðalsafni eru nú komnir í barnadeildina á 1. hæð og fá gestir og gangandi að halda áfram að njóta góðs af hugmyndaríki teymisins. Börn, og ekki síður fullorðnir mega koma í heimsókn, skella sér í búning allskyns undravera og bregða á leik. Ekki skemmir fyrir að í sama rými eru ógrynni af allskonar barnabókum fyrir stór og lítil börn sem hægt er að fá lánaðar heim, og hægt að taka einn hring um náttúrufræðistofu í leiðinni. Góð hugmynd að fjölskyldustund á laugardegi með allt á sama stað. Verið velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar