Búningar úr sýningu Þykjó sem haldin var fyrr á þessu ári á aðalsafni eru nú komnir í barnadeildina á 1. hæð og fá gestir og gangandi að halda áfram að njóta góðs af hugmyndaríki teymisins. Börn, og ekki síður fullorðnir mega koma í heimsókn, skella sér í búning allskyns undravera og bregða á leik. Ekki skemmir fyrir að í sama rými eru ógrynni af allskonar barnabókum fyrir stór og lítil börn sem hægt er að fá lánaðar heim, og hægt að taka einn hring um náttúrufræðistofu í leiðinni. Góð hugmynd að fjölskyldustund á laugardegi með allt á sama stað. Verið velkomin.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins