Þrátt fyrir að stórir dagskrárliðir svo sem Tónlistarveisla í skammdeginu og Aðventuhátíð hafi fallið niður í nóvember er mögulegt að gera bæjarbúum dagamun á aðventunni.
Í dagskrá sem birtist á baksíðu Garðapóstsins í gær má sjá að ýmislegt skemmtilegt er í boði fyrir fólk á öllum aldri (Hægt að skoða Garðapóstinn á pdf formi hér á vefsíðunni).
„Jólapappírssmiðja í Hönnunarsafni fyrir alla fjölskylduna, upplestur fyrir börn og foreldra á Bókasafni Garðabæjar, tónleikar Kristins Sigmunds þó vissulega þurfi fólk að fara í hraðpróf til að geta notið og svo smá þorpsstemning á Garðatorgi síðustu sunnudagana fyrir jól er það sem við getum boðið uppá“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.