Jólin í gegnum tíðina-fróðleikur og föndur á Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 5. desember frá klukkan 13-15 fer fram fjölskyldusmiðja í Hönnunarsafninu. Aðgangur er ókeypis en fullorðnum gert að bera grímu og spritt verður í hávegum haft. Það eru þær Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur og Ásgerður Heimisdóttir hönnuður og handverkskona sem leiða smiðjuna en Dagrún segir frá hvernig jólahald og þá sérstaklega jólagjafir hafa þróast og hvenær innpökkun gjafa hófst. Gestir geta gert sinn eiginn jólapappír með kartöflustimplum og þannig skapað, átt góða samverustund og glatt sitt nánasta með sérgerðum jólapappír.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar