Me&Mu er falleg sérvöruverslun sem hefur opnað á Garðatorgi 1

Í síðustu viku opnaði lítil og falleg sérvöruverslun, Me&Mu með matvöru á Garðatorgi 1, en þar er meðal annars lögð mikil áhersla að í versluninni sé matvara beint frá býli og sem er ekki til sölu í öðrum matvöruverslunum.

Það eru vinkonurnar Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir sem eru eigendur Me&Mu og Sveinbjörg var spurð af því hvernig sérvöruverslun þær væru að opna á Garðatorgi og hvað sé í boði? ,,Hjá Me&Mu fást sérvaldar matvörur beint úr héraði, bæði hérlendis og erlendis frá. Þetta eru allt smáframleiðendur sem leggja áherslu á gæði í hráefni og að baki þessari framleiðslu liggur jafnan handverk,” segir Sveinbjörg.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að opna verslunina á Garðatorgi? ,,Okkur fannst vanta svona sérverslun í bæjarfélaginu og á Garðatorgi er stöðugur straumur fólks sem er opið fyrir nýjungum í verslun og þjónustu – með gæði að leiðarljósi,” segir hún og bæjarbúar hafa tekið vel í þessa nýjustu viðbót á Garðatorgi enda ákaflega falleg og spennandi verslun.

Þess má geta að verslunin er opin alla virka daga frá 11-18 og á laugardögum frá 11-15.
Eins og sjá má á myndunum er úrvalið af matvöru fjölbreytt.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar