Vilja óviðhalla aðila til að meta skaða Skógræktarfélags Garðabæjar

Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fulltrúi Garðabæjarlistans í umhverfisnefnd Garðabæjar, tók undir með Skógræktarfélagi Garðabæjar á fundi nefndarinnar, er farið var yfir starfsskýrslu Skógræktarfélags Garðabæjar, að fengnir yrði óvilhallir aðilar til að meta þann skaða sem Skógræktarfélagið verður fyrir vegna fyrirhugaðs golfvallar í Smalaholti á landi Skógræktarinnar og að tjónið verði að fullu bætt.

Peningarnir koma ekki í veg fyrir tjónið

,,Augljóst er að peningar koma ekki í veg fyrir það tjón sem hlýst af þessari framkvæmd fyrir umhverfið þar sem allt að 30 ára gömul tré verða felld. Það tekur mörg ár að rækta upp tré svo þau bindi koltvísýring að einhverju marki,” segir í bókun Sveinbjargar sem hún lagði fram á fundinum.

Mynd: Golbraut kemur neðst í hlíð Smalaholts

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar