Íbúum í Kópavogi fjölgaði 749 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. eða um 2,0% og íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.279 íbúa á sama tímabili eða um 1,7% samkvæmt Þjóðskrá. Íbúum Garðabæjar fjölgaði um 673 íbúa á sama timabili eða um 3,8% og er um er að ræða hlutfallslega mestu fjölgun á meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúar í Kópavogi verði orðnir 40 þúsund í árslok 2022
Íbúarfjöldi í Kópavogi er núna 38.958 (1. nóvember 2021), en samkvæmt fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 2,5% árið 2022 og verði því orðnir ríflega 40.000 í árslok.
Á sama tímabili fjölgaði íbúum Akureyrarbæjar um 359 íbúa eða um 1,9%. Eftirtektarverð fjölgun hefur orðið meðal íbúa í Hveragerði eða um 194 sem gerir 7,0% fjölgun frá 1. desember sl.
Hlutfallslega mest fjölgun í Helgafellssveit
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest síðastliðna níu mánuði eða um 21,5% en íbúum þar fjölgaði um 14 íbúa. Næst kemur Hörgársveit með 8,6% fjölgun en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 56.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi um 15,0%. Þá fækkaði íbúum í 20 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.
Fjölgun í öllum landshlutum
Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum. Hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi eða um 3,2%, á Suðurnesjum um 2,5% og 1,7% á höfuðborgarsvæðinu.