Leir, ljóð og tónlist á Safnanótt

Jakub Stachowiak

Ada Stańczak keramikhönnuður verður að störfum á Hönnunarsafninu á Safnanótt, 3. febrúar frá 18:30-20. Til að koma henni og gestum í stuð flytja hljóðlistamennirnir Otto og Carlo tónlist í vinnustofunni í anddyri safnsins en gestir geta einnig skoðað sýninguna Fallegustu bækur í heimi á Pallinum, innaf safnbúðinni. Ljóðasjoppa verður svo starfrækt frá kl. 20-22 á Bókasafni Garðabæjar en þar semur Jakub Stachowiak ljóð á íslensku eftir pöntunum fyrir gesti og gangandi. Gestir spjalla við Jakub og velja viðfangsefni sem skáldið yrkir og skrifar svo þú getir tekið ljóðið með heim. Á Bókasafninu verður einnig myndlistarsýning á vegum Grósku og dagskránni lýkur með jazztónlistarmönnunum Rebekku Blöndal og Ásgeiri Ásgeirssyni sem flytja dagskrá frá kl. 21.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar