Landnámsfræðsla á Aftur til Hofsstaða

Nemendur í 5. bekk munu á næstu vikum fá áhugaverða fræðsludagskrá á sýningunni Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7 en nú þegar hafa fyrstu hóparnir mætt á hina nýopnuðu sýningu. Sýningin spannar sögu Garðabæjar frá landnámi til okkar daga en í fræðslunni er lögð áhersla á landnámið og nemendur velta fyrir sér ýmsu mannlegu þegar kemur að fólki í flutningum á milli landa og hinar sívinsælu rúnir eru einnig eitt af viðfangsefnum fræðslunnar. Aftur til Hofsstaða er margmiðlunarsýning sem er opin alla daga frá 12-17 en fyrir hádegi er tekið á móti skólahópum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar