Nemendur í 5. bekk munu á næstu vikum fá áhugaverða fræðsludagskrá á sýningunni Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7 en nú þegar hafa fyrstu hóparnir mætt á hina nýopnuðu sýningu. Sýningin spannar sögu Garðabæjar frá landnámi til okkar daga en í fræðslunni er lögð áhersla á landnámið og nemendur velta fyrir sér ýmsu mannlegu þegar kemur að fólki í flutningum á milli landa og hinar sívinsælu rúnir eru einnig eitt af viðfangsefnum fræðslunnar. Aftur til Hofsstaða er margmiðlunarsýning sem er opin alla daga frá 12-17 en fyrir hádegi er tekið á móti skólahópum.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins