Ungbarnanudd

Fimmtudaginn þann 2. mars n. k. mun Eyrún Björk Svansdóttir hjúkrunarfræðingur kenna foreldrum ungbarnanudd.

Fer kennslan fram á 1. hæð aðalsafns Bókasafns Kópavogs og hefst kl. 10:00. Rannsóknir sýna fram á marga kosti ungbarnanudds, það viðheldur m.a. heilsu, bætir svefn og eykur öryggistilfinningu, vellíðan og tengslamyndun.

Foreldrar og yngstu börnin eru hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.

Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar