Kvenfélagskonur komu saman á Garðaholti

Loksins, loksins var fært að halda aðalfund fyrir árið 2021 sem var á dagskrá 2. febrúar og frestað trekk í trekk.

Félagskonur fögnuðu að koma loks saman til fjölmenns aðalfundar eftir fundarhlé frá 3. mars 2020. Stjórnin var endurkjörin með litlum breytingum, en þær breytingar hafa orðið á starfsemi Félagsheimilisins Garðaholts að Kvenfélag Garðabæjar sér ekki lengur um rekstur hússins, hefur Garðabær tekið við húsinu enda eigandi þess. Bærinn mun auglýsa eftir rekstraraðila með umsjón á Garðaholti.

Félagskonur fögnuðu að koma loks saman til fjölmenns aðalfundar eftir fundarhlé frá 3. mars 2020.

Undirritað var samkomulag um Garðaholt þann 18. maí síðastliðinn milli félagsins og Garðabæjar sem Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður félagsins og Gunnar Einarsson bæjarstóri um að félagið hafi áfram aðstöðu til funda á Garðaholti, sem hefur verið heimili félagsins frá stofnun þess árið 1953.
Því miður fellur stærsta árlega fjáröflun félagins niður þann 17. júní, þar sem ekki er talið fært að halda fjölmennt hátíðarkaffihlaðborðið í ár.

Gleðilegt sumar. Stjórnin

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar