Skemmtileg námskeið fyrir Náttúrukrakka

Enn eru laus pláss á sumarnámskeið Náttúrufræðistofu Kópavogs  en stofan hefur um árabil boðið upp á sumarnámskeið í júní fyrir 10-12 ára krakka. Námskeiðið gengur út á að kynna krökkunum vísindaleg vinnubrögð með því að fara út í náttúruna og afla þar efniviðar sem svo er unnið úr á rannsóknastofu.

Verkefnin eru margvísleg en miða að því að nemendur læri að þekkja helstu dýr og plöntur sem vænta má að finnist í nærumhverfinu. Farið er út alla daga, hvernig sem viðrar og reynt að komast í sem fjölbreyttast umhverfi.

Leiðbeinendur eru starfsmenn Náttúrufræðistofunnar og meðan á námskeiðinu stendur er rannsóknaraðstaða stofunnar tekin undir þau verkefni sem námskeiðinu tengjast.
Takmarkaður fjöldi kemst að en hámarksfjöldi eru 10 börn.

Námskeið verður að þessu sinni haldið vikuna 21. – 25. júní og stendur yfir milli kl. 10.00 – 15.00 hvern dag. Nánari upplýsingar má finna á vef Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins