Hænsnabóndinn kom með fjóra unga á Urðarhól

Eins og Kópavogspósturinn greindi frá í maí þá fékk heilsuleikskólinn Urðarhóll styrk úr Sprotasjóði til að auka sjálfbærni og sporna gegn matarsóun.  Að halda hænur á leikskólanum þótti tilvalið til að minnka lífrænt sorp og fékk leikskólinn sex hænur í garðinn til sín og kom níu frjógvguð egg undan hænunun.

Nú er komin framhaldssaga af hænsnahaldi á Urðarhóli, en leikskólabörn og starfsmenn biðu öll spennt eftir að sjá ungana. En nú er komið í ljós að það misheppnaðist að klekja út eggjunum. ,,En þar sem við vorum svo afar spennt yfir að fá unga þá kom Ragnar hænsnabóndi með fjóra unga til okkar og var Græna hæna með þá hjá sér í tvær vikur,“ segir Birna Bjarnadóttir, deildarstjóri á Urðarhóli en skólinn var með streymi á you tube sem var mikið skoðað.

Ungar hlaupa mjög hratt og erfitt er að ná þeim inni í leikskólanum ef þeir slyppu út

,,Ungarnir fóru reglulega í heimsókn inn á deildar þar sem börnin fengu að halda á þeim. Þegar þeir voru farnir að ná flögra úr kassanum sendum við þá í sveitina. Ungar hlaupa nefnilega mjög hratt og erfitt væri að ná þeim inni í leikskólanum ef þeir slyppu út. Það er búið að vera mjög gaman að þessu verkefni,“ segir Birna brosandi en þess má geta að verkefni leikskólans, Sjálfbærni og minni matarsóun, fékk foreldraverðlaun frá heimili og Skóla núna í vor.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins