Kröfu Miðflokksins um ógildingu kosninga hafnað

Eins og fram hefur komið  kærði M-listi Miðflokksins framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ og í kærunni var vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum.  Niðurstaða úrskurðarnefndar kosningamála 2. júní 2022 er að kjörgögn við sveitarstjórnarkosningar í Garðabæ 14. maí sl. hafi verið í samræmi við lög.

Úrskurðarnefndin fellst ekki á að gallar hafi verið á framkvæmd kosninganna og er kröfu um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ hafnað.  

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar