Kröftug dimmitering í FG!

Dimmitering vorið 2021 í FG var með nokkuð eðlilegum hætti. Loksins!

Nokkuð kröftug dimmitering átti sér stað í FG í síðustu viku, en þá heimsóttu útskriftarefni skólann í stutta stund og skemmtu sér með skólafélögunum. Kóvid setti strik í reikninginn síðustu annir, en nú var hægt að halda dimmiteringu með nokkuð eðlilegum hætti.

Eins og sjá má voru búningar margskonar og halda mætti að það væru bara stúlkur að útskrifast, en svo er ekki, flestir strákarnir voru bara einhversstaðar annarsstaðar.

Próf hófust svo í FG í síðuðstu viku og er brautskráning þann 29.maí næstkomandi. Myndir: Fjölbrautaskólinn Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar