Hefðbundinn afgreiðslutími á Bókasafni Kópavogs

Bókasafn Kópavogs er nú loks komið í hefðbundinn afgreiðslutíma og er opið á milli kl. 8:00 – 18:00 mánudaga – fimmtudaga og kl. 11:00 – 17:00 á föstudögum og laugardögum. Lesaðstaðan hefur einnig verið opnuð fyrir námsmenn og gesti og gangandi. Vert er að minnast á að breytingar hafa verið gerðar á húsgögnum á aðalsafni og eru nú komin lengri borð undir dagblöðin sem er bæði hægt að standa og sitja við. Nýir stólar og borð hafa verið tekin í gagnið fyrir námsmenn og safnbúðin er nú komin í nýjan búning. Athugið að afsláttur er af völdum vörum í safnbúðinni þessa dagana. Hvetjum alla til að kíkja við á aðalsafn, ná sér í bækur eða setjast niður og glugga í efni. Verið velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar