Bókasafn Kópavogs er nú loks komið í hefðbundinn afgreiðslutíma og er opið á milli kl. 8:00 – 18:00 mánudaga – fimmtudaga og kl. 11:00 – 17:00 á föstudögum og laugardögum. Lesaðstaðan hefur einnig verið opnuð fyrir námsmenn og gesti og gangandi. Vert er að minnast á að breytingar hafa verið gerðar á húsgögnum á aðalsafni og eru nú komin lengri borð undir dagblöðin sem er bæði hægt að standa og sitja við. Nýir stólar og borð hafa verið tekin í gagnið fyrir námsmenn og safnbúðin er nú komin í nýjan búning. Athugið að afsláttur er af völdum vörum í safnbúðinni þessa dagana. Hvetjum alla til að kíkja við á aðalsafn, ná sér í bækur eða setjast niður og glugga í efni. Verið velkomin.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins