Stjarnan bikarmeistari 6. árið í röð

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í fimleikasal Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ í sl. laugardag þar sem kvennalið Stjörnunnar gerðir sér lítið fyrir og varði bikarmeistaratitilinn sinn 6. árið í röð. Það var ekki nóg að Stjarnan hafi tryggt sér bikarmeistaratitilinn því Stjarnan sendi tvö lið til keppni og Stjarnan 2 lenti í þriðja sæti mótsins. Magnaður árangur hjá kvennaliði Stjörnunnar. Vel gert.

Stjarnan varði bikarmeistaratitilinn með nokkuð sannfærandi hætti, en liðið sigraði með 57.3 stigum, Gerplu varð í öðru sæti með 55.7 stig og Stjarnan 2 í þriðja sæti með 53.25 stig.

Í einstökum áhöldum fengu bikarmeistararnir einkunnina 22.5 á gólfi, 17.45 á dýnu og 17.35 á trampólíni. Flottar tölur það.

Stjarnan einnig bikarmeistari í karlaflokki

Í karlaflokki mættu tvö lið frá Stjörnunni til keppni og var það lið Stjörnunnar 1 sem sigraði, með 59.0 stig. Á gólfi hlaut liðið 20.2 stig, á dýnu 19.65 stig og á trampólíni 19.15 stig. Stjarnan 2 fékk 42.6 stig.

Kvennalið Stjörnunnar á mótinu, tryggðu sér bikarmeistaratitilinn og 3. sætið.
Bæði karlalið Stjörnunnar á mótinu
Þjálfarar Stjörnuliðanna

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar