Kostnaðurinn hleypur á milljónum – Söngleikurinn Heathers frumsýndur í FG 16. mars – Mikill metnaður.

Það styttist óðfluga í frumsýninguna á söngleiknum Heathers, sem Verðandi leikfélag FG er að setja upp
þessa dagana, en frumsýnigardagurinn er 16. mars. Æfingar ganga vel og er mikil spenna i hópnum.

Það má með sanni segja að það sé allt á fullu, öllu er tjaldað til og metnaðurinn er mikill enda fjölmargir sem taka þátt í uppsetningunni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna.

Það hefur mikil spenna magnast upp í skólanum enda leiksýningar Verðandi gjarnan einn helsti hápunktur félagslífsins í skólanum á hverju ári.

Söngleikurinn er byggður á kvikmynd með sama nafni sem kom út árið 1988 og gerist sagan meðal mennta- skólanema. Í kvikmyndinni voru þau Wynona Ryder og Christian Slater í aðalhlutverkum. Sýningin tekur á viðkvæmum en mikilvægum málefnum eins og sjálfsvíg og kemur því sterk inn í samfélagið okkar. Sýningin er ekki ætluð ungum börnum.

Leikstjóri verksins í uppfærslu Verðandi er Ásta Júlía Elíasdóttir en hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Klassadrusla og Síðasta veiðiferðin. Æfingar eru á fullu og góð stemmning í hópnum að sögn heimildamanns fg.is.

Myndirnar eru teknar á æfngu.

Processed with VSCO with dog1 preset

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar