Afmælisjóga

Mörg okkar upplifa ofhlaðna daga árum saman og eigum erfitt með að sjá fyrir okkur hvernig við getum snúið dæminu við. Við viljum vera drífandi og dugleg og sjálfsvirði okkar tengist gjarnan þeim eiginleikum. Oft er drifkerfið vel virkt en við eigum það til að gleyma því að slaka vel á inn á milli. Hvað gerist þegar við byrjum að sinna sefkerfinu reglulega? Hvaða áhrif hefur það á svefninn, næringuna og andlegt heilbrigði okkar?

Eva María Jónsdóttir, jógakennari og fjölmiðlamaður, kynnir aðferðir til að ná tökum á jafnvæginu á milli þess að kreppa og slaka, starfa og hvíla, hugsa og vera. Afmælisjógað er í Bókasafni Kópavogs miðvikudaginn 15. mars kl. 12:15 í tengslum við 70 ára afmæli Bókasafn Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar