Kvennakór Kópavogs syngur fyrir gesti

Kvennakór Kópavogs syngur vel valin lög fyrir gesti og gangandi á Bókasafni Kópavogs mánudaginn 13. mars kl. 17. Heitt á könnunni og konfekt fyrir gesti.

Kvennakór Kópavogs var stofnaður árið 2002 og eru konur í kórnum rúmlega 30 talsins, á öllum aldri og eiga það sameiginlegt að vera söngelskar og skemmtilegar. Kórstjóri er Margrét Eir.

Viðburðurinn er liður í afmælisdagskrá Bókasafns Kópavogs en safnið verður 70 ára þann 15. mars. Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar