Kolbrún Þöll og Helgi Laxdal íþróttafólk ársins

Kolbrún Þöll Þorradóttir er Íþróttakona Garðabæjar árið 2021 og Helgi Laxdal Aðalgeirsson er Íþróttakarl Garðabæjar fyrir árið 2021, en þau stunda bæði fimleika með Stjörnunni. Þetta varð ljóst í gær en þá fór fram kjör á íþróttamanni ársins í Garðabæ, sem var lýst í beinni streymisútsendingu á vef Garðabæjar frá Sveinatungu.

Á sama tíma var einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Vegna fjöldatakmarkana var ekki haldin stór samkoma til að heiðra þá sem unnið hafa til afreka á árinu 2021 eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þau sem hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, þátttöku með landsliðum eða verðlaun á erlendum vettvangi höfðu þegar verið kölluð til og fengið sínar viðurkenningar afhentar.

Eins og undanfarin ár mun Garðapósturinn í samstarfi við Garðabæ vera með veglega umfjöllun um hátíðina í blaðinu í næstu viku, þann 19. janúar. Þar verða birta myndir og nöfn allra þeirra sem fengu viðurkenningu á hátíðinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar