Starfsafmæli í Hofsstaðaskóla

Á starfsmannafundi Hofsstaðaskóla þann 14. desember s.l. var starfsafmæli fimm starfsmanna skólans fagnað. Ásta Kristjánsdóttir hefur unnið við skólann í 15 ár , Anna Laxdal og Ólafur Pétursson í 20 ár og þær Anna Magnea Harðardóttir og Björk Ólafsdóttir í 25 ár.

Þau fengu að gjöf kærleikskúlu styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Kúla ársins nefnist Eitt ár og er eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Kærleikskúla er seld til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal.
Það var Hafdís Bára Kristmundsdóttir, skólastjóri í Hofsstaðaskóla sem veitti þeim við-urkenninguna og hún hefði sannarlega mátt lesa aðeins yfir hausamótunum á Ólafi Péturssyni íþróttakennara í Hofsstaðaskóla og markmannsþjálfara Breiðabliks að mæta í íþróttapeysu merkta Breiðabliki í skólann. Hafdís hefur kannski skammað hann eða Stjörnukonurnar tvær, Ásta og Anna Laxdal sem standa sitthvorum meginn við hann á myndinni. Þetta gengur ekki Óli 🙂

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins