Starfsafmæli í Hofsstaðaskóla

Á starfsmannafundi Hofsstaðaskóla þann 14. desember s.l. var starfsafmæli fimm starfsmanna skólans fagnað. Ásta Kristjánsdóttir hefur unnið við skólann í 15 ár , Anna Laxdal og Ólafur Pétursson í 20 ár og þær Anna Magnea Harðardóttir og Björk Ólafsdóttir í 25 ár.

Þau fengu að gjöf kærleikskúlu styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Kúla ársins nefnist Eitt ár og er eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Kærleikskúla er seld til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal.
Það var Hafdís Bára Kristmundsdóttir, skólastjóri í Hofsstaðaskóla sem veitti þeim við-urkenninguna og hún hefði sannarlega mátt lesa aðeins yfir hausamótunum á Ólafi Péturssyni íþróttakennara í Hofsstaðaskóla og markmannsþjálfara Breiðabliks að mæta í íþróttapeysu merkta Breiðabliki í skólann. Hafdís hefur kannski skammað hann eða Stjörnukonurnar tvær, Ásta og Anna Laxdal sem standa sitthvorum meginn við hann á myndinni. Þetta gengur ekki Óli 🙂

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar