Á aðalfundi Stjörnunnar voru veittar nokkrar viðurkenningar eins og venjan er en Kolbrún Þöll Þorradóttir fimleikakona var valin íþróttamaður Stjörnunnar.
Veigar Páll Gunnarsson knattspyrnuþjálfari var valinn þjálfari Stjörnunnar
Meistaraflokkur kvenna í fimleikum, var valið lið ársins. Það var Una Brá Jónsdóttir sem tók við viðurkenningunni en hún er þjálfari liðsins
Körfuknattleiksdeild fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í barna- og unglingastarfi.
Þá var Ásu Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Stjörnunnar þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, en hún lætur af störfum núna í maí.
Á myndinni eru frá vinstri Kolbrún Þöll, Una Brá og Veigar Páll.