Klárlega skemmtilegustu dansarar landsins og jafnvel þeir bestu!

Það var góð stemmning í íþróttahúsinu Mýrinni á dögunum, en þá sýndu hátt í 100 eldri borgarar hversu megnugir þeir eru þegar þeir stigu á gólf Mýrinnar og tóku nokkur glæsileg dansspor.

Ástæðan fyrir þessari uppákomu var sú að Félag eldri borgara í Garðabæ bauð eldri borgurum víða á höfuðborgarsvæðinu, vinum þeirra og vandamönnum í dansleikfimi. Það vill svo til að allir þessir flottu eldri borgarar stunda dansleikfimi hjá dansdrottningunni og kennarunum Auði Hörpu í nokkrum sveitarfélögum og þeir komu allir saman, í boði FEBG, og dönsuðu saman í Mýrinni. Fjölmargir gestir fylgdust með, en á gólfi Mýrinnar voru klárlega skemmtilegustu dansarar landsins og jafnvel þeir bestu. Þeir voru í það minnsta mjög liprir, samstíga og gleðin skein úr hverju andliti.

Í lokinn var boðið upp á kaffi og kleinur sem dansarar og gestir þáðu með þökkum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins