Virkni og vellíðan eldri borgara

Virkni og vellíðan er verkefni sem miðar að Heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna þriggja Breiðablik, Gerplu og HK sem og Háskólans í Reykjavík og UMSK.

,,Virkni og Vellíðan er verkefni þar sem boðið er upp á æfingar 2-3x í viku í íþróttafélögum bæjarins þar sem áhersla er lögð á styrk, þol , liðleika og jafnvægi. Auk þess höfum við einnig verið að kynna fjölbreytta heilsueflingu eins og Quigong, Yoga og Zumba samhliða styrktaræfingum fyrir þá sem það vilja. Beggi Ólafs kom til okkar í mars og hélt fyrir okkur erindi sem fjallaði um það að vera betri í dag en í gær og fengu þátttakendur sér kaffisopa að fyrirlestri loknum. Þátttakendur verkefnisins hafa nú öll fengið boli merkta verkefninu og taka þau sig glæsilega út í þeim eins og sjá má á þessum myndum, en myndirnar eru teknar af 2 af 10 hópum sem skráðir eru í verkefnið,“ segir segir Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri yfir Virkni og vellíðan og bætir við:

,,Nú erum við í Virkni og Vellíðan nýfarin af stað með þriðja og síðasta námskeið vorannar og eru nú um 130 þátttakendur í verkefninu. Þegar mest hefur verið þessa önnina hafa þátttakendur verið um 150 talsins.

Í haust munum við bjóða upp á 50 pláss í viðbót og hvetjum við þá sem hafa áhuga á því að vera með að skrá sig með því að senda okkur póst á [email protected]. Einnig er hægt að kíkja á facebookið okkar Virkni og Vellíðan í Kópavogi en þar koma reglulega fréttir af okkar starfsemi.

Við tökum vel á móti ykkur og þetta er frábært tækifæri fyrir alla einstaklinga 60 ára og eldri til þess að rækta líkama og sál,“ segir Fríða Karen.

Forsíðumynd er af hópi eldri borgara hjá HK.

Hópur eldri borgara hjá Breiðabliki

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar