Jóna Þórdís nýr æskulýðsfulltrúi í Vídalínskirkju

Jóna Þórdís Eggertsdóttir er æskulýðsfulltrúi komandi árs í Vídalínskirkju þar sem hún mun halda utan um allt barnastarf kirkjunnar.

Jóna Þórdís er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og tók virkan þátt í æskulýðsstarfi þar sem barn. Helstu áhugamál hennar snúa að útivist, tónlist og almennu fjöri. Jóna Þórdís hefur ávallt notið sín í starfi með börnum og starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli síðan 2014. Árið 2016 kom hún inn í barna-starfið í Vídalínskirkju og hefur tekið þátt í sunnudagaskólanum og tíu til tólf ára starfinu síðan þá. Jóna Þórdís stundar nám í kennslufræðum við Háskóla Ísland og hefur starfað sem kennari síðast liðin þrjú ár.

,,Við erum afskaplega þakklát fyrir að fá Jónu Þórdísi í starf æskulýðsfulltrúa því við vitum af eigin reynslu að hér er eðalkona á ferð,” segir Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsprestur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins