Hörpuskel með Parmesan rísóttó

Uppskrift vikunnar er í boði sérvöruverslunin Me&MU á Garðatorgi, en í versluninni er hægt að fá margar sérvaldar og spennandi matvörur beint úr héraði, bæði hérlendis og erlendis frá. Þetta eru allt vörur frá smáframleiðendur sem leggja áherslu á gæði í hráefni og að baki þessari framleiðslu liggur jafnan handverk. Langflestar matvörurnar sem eru í uppskriftunum frá Me&Mu fást í versluninni á Garðatorgi 1.

Eigendur Me&Mu eru þær Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir. Að þessu sinni bjóða þær upp á girnilega Hörpuskel í Parmesan rísóttó, en verslunin var að fá rosalega flotta íslenska hörpuskel.

Parmesan rísottó:

• 1 msk smjör
• 1 hvítlauksgeiri, marinn
• 1 bolli rísottó grjón
• ½ bolli hvítvín
• 3 bollar kjúklingasoð
• ½ bolli parmesan ostur

Hörpudiskurinn:

• Msk matarolía
• 500 g stór hörpudiskur

Spínatið:

• 1 msk ólífuolía
• 1 hvítlauksgeiri, marinn
• 4 bollar af spínati Brúnað smjör:
• 3 msk smjör

Aðferð:

Rísottó: Bræðið smjörið á stórri pönnu á miðlungshita. Bæti hvítlauknum út á og mýkið. Bætið grjónunum út í og og smjörinu og hrærið vel saman. Bætið þá hvítvíninu á pönnuna og látið krauma aðeins. Þá er kjúklingasoðinu hellt yfir í smá skömmtum og hrærið vel í eftir hvern skammt. Látið síðan grjónin malla á pönnunni þar til þau verða mjúk og kremuð. Þá er ostinum hrært saman við grjónin. Saltið og piprið eftir smekk.

Hörpudiskurinn: Þerrið hörpudiskinn mjög vel og steikið í matarolíu á snarpheitri pönnu. Steikið bitana í 2-3 mínútur á hvorri hlið, þannig að þeir verði gullnir að utan. Færið bitana síðan yfir á bréf til að láta mestu olíuna leka af þeim. Berið þá síðan fram með meðlætinu.

Spínatið: Hitið ólífuolíuna á pönnu á miðlungshita. Bætið hvítlauknum út í og hrærið smávegis þar til laukurinn er orðinn gullinn. Bætið þá spínatinu út á og hrærið í þar til það er orðið mjúkt.

Brúnað smjör: Setjið hrærið uns það er orðið gullið og froðukennt. Hellið því þá í hitaþolna skál og kælið það smávegis niður. Hellið því síðan yfir hörpudiskinn á hrísgrjónabeði og spínati.

Líklega er alveg óhætt að bera fram kælt hvítvín með þessum fína rétti.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar