Umbúðalausnir Silfrabergs skila umtalsverðum umhverfislegum og fjárhagslegum ávinningi

Einn af þeim aðilum sem eru þátttakendur hjá Skóp er Silfraberg umbúðalausnir ehf.
Silfraberg umbúðalausnir sérhæfa sig í bestun ferla við pökkun og frágang varnings á vörubretti. Slík bestun getur skilar umtalsverðum umhverfislegum og fjárhagslegum ávinningi. Bæði með lágmörkun á plastnotkun og þar með lækkun CO2 útblásturs.

Að sögn Tryggva Þórs Marinóssonar framkvæmdastjóra Silfrabergs umbúðalausna er varlega áætlað að 1.520 tonn af plastfilmu séu notuð árlega til plöstunar þeirra u .þ.b. 4.000.000 vörubretta sem pakkað er hérlendis. Slíkar plastfilmur hafa í för með sér 4.000 tonn af Co2 útblæstri. Í nýlegri skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að umbúðaplastúrgangur hér á landi er um 13.000 tonn á ári. Því má leiða líkur að því að ofangreind plastnotkun nemi 11,7% af umbúðaplastnotkun íslenskra fyrirtækja.

Samkvæmt mælingum sem Silfraberg hefur gert hjá yfir 50 fyrirtækjum á i má minnka plastnotkun um að meðaltali 54% sem bendir til að ofnotkun umbúðaplasts nemi u.þ.b. 700 tonnum á ári hér á landi sem hefur í för með sér 1.820 tonn af CO2 Reynslan sýnir ráðgjöf og aðferðir Silfrabergs skila að meðaltali eftirfarandi árangri:

• 54% minna plast notað við filmun vörubretta.
• 29% fjárhagslegur sparnaður.
• 17% stöðugari vörubretti.
• Lækkun kolefnisfótspors vegna minni plastnotkunar.

Að sögn Tryggva skiptir það ungt fyrirtæki eins Silfraberg miklu máli að hafa aðgang að góðri aðstöðu og þekkingu sem styður við áframhaldandi uppbyggingu og vöxt fyrirtækisins. Þjónusta SKÓP hefur nýst þeim vel til þessa.

SKÓP er staðsett í skrifstofusetrinu E8 í Engihjalla 8. Þar er í boði björt og rúmgóð vinnuaðstaða auk aðgangs að vel búnu fundaherbergi og kaffistofu.

Þeir sem vilja kynna sér betur þjónustu SKÓP eru hvattir til að hafa samband á netfangið [email protected] ogt bóka fund með ráðgjafa.

Forsíðumyndin er af Tryggva Þór Marínóssyni framkvæmdastjóra Silfurbergs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar