Ísafold fékk nuddstól að gjöf frá Rótarýklúbbnum Hofi

Fulltrúar úr Rótarýklúbbnum Hofi Garðabæ komu færandi hendi á hjúkrunarheimilið Ísafold og afhentu heimilinu nuddstól að gjöf sl. föstudag. Nuddstóllinn mun nýtast íbúum Ísafoldar vel eftir að hafa sótt sjúkra og iðjuþjálfun.

Nuddstóllinn á að auka við gagnsemi íbúa af sjúkra- og iðjuþjálfun og bæta líðan þeirra. ,,Rótarý Hof hefur lagt áherslu á samfélagsverkefni í nærumhverfi í bænum og því sérlega ánægjulegt að geta lagt af mörkum til eldri íbúa bæjarins,” segir Sigríður Björk Gunnarsdóttir,” forseti Rótarýklúbbsins Hof.

Mynd á forsíðu: F.v. Helga Björk Jónsdóttir umboðsmaður íbúa og aðstandenda, Sara Pálmadóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar, Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Ísafoldar, Sigríður Björk Gunnarsdóttir, forseti Rkl. Hofs og Stella Kristín Víðisdóttir, gjaldkeri Hofs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins