Fulltrúar úr Rótarýklúbbnum Hofi Garðabæ komu færandi hendi á hjúkrunarheimilið Ísafold og afhentu heimilinu nuddstól að gjöf sl. föstudag. Nuddstóllinn mun nýtast íbúum Ísafoldar vel eftir að hafa sótt sjúkra og iðjuþjálfun.
Nuddstóllinn á að auka við gagnsemi íbúa af sjúkra- og iðjuþjálfun og bæta líðan þeirra. ,,Rótarý Hof hefur lagt áherslu á samfélagsverkefni í nærumhverfi í bænum og því sérlega ánægjulegt að geta lagt af mörkum til eldri íbúa bæjarins,” segir Sigríður Björk Gunnarsdóttir,” forseti Rótarýklúbbsins Hof.
Mynd á forsíðu: F.v. Helga Björk Jónsdóttir umboðsmaður íbúa og aðstandenda, Sara Pálmadóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar, Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Ísafoldar, Sigríður Björk Gunnarsdóttir, forseti Rkl. Hofs og Stella Kristín Víðisdóttir, gjaldkeri Hofs.