Ísafold fékk nuddstól að gjöf frá Rótarýklúbbnum Hofi

Fulltrúar úr Rótarýklúbbnum Hofi Garðabæ komu færandi hendi á hjúkrunarheimilið Ísafold og afhentu heimilinu nuddstól að gjöf sl. föstudag. Nuddstóllinn mun nýtast íbúum Ísafoldar vel eftir að hafa sótt sjúkra og iðjuþjálfun.

Nuddstóllinn á að auka við gagnsemi íbúa af sjúkra- og iðjuþjálfun og bæta líðan þeirra. ,,Rótarý Hof hefur lagt áherslu á samfélagsverkefni í nærumhverfi í bænum og því sérlega ánægjulegt að geta lagt af mörkum til eldri íbúa bæjarins,” segir Sigríður Björk Gunnarsdóttir,” forseti Rótarýklúbbsins Hof.

Mynd á forsíðu: F.v. Helga Björk Jónsdóttir umboðsmaður íbúa og aðstandenda, Sara Pálmadóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar, Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Ísafoldar, Sigríður Björk Gunnarsdóttir, forseti Rkl. Hofs og Stella Kristín Víðisdóttir, gjaldkeri Hofs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar